X
  • OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 11-18  LAU 11-16
  • FRÍ heimsending af gjafavöru ef verslað er fyrir 15.000 kr.*
  • (+354) 537 5101

Iittala Aalto Viðarbretti minna

Til á lager Aðeins 1 stk. eftir
Verð: 7.990 kr.
Frí heimsending
á pöntunum yfir 15.000 kr.

Aalto viðarbretti frá Iittala

Iittala er finnskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir skrautmuni og borðbúnað fyrir heimili. Saga Iittala hófst árið 1881, en til að byrja með hannaði fyrirtækið margskonar glervörur. Í byrjun 20. aldar færði fyrirtækið út kvíarnar með því að hefja framleiðslu á leirvörum og síðar á stálvörum. Hugmyndafræði Iittala er mótuð að miklu leiti eftir hönnuðinum Kaj Franck sem sagði að allir hlutir ættu að vera nytsamlegir, endingargóðir og hagnýtir.

 

 

Alvar Aalto línan frá Iittala er, eins og nafnið gefur til kynna, hönnuð af hinum goðsagnakennda hönnuði Alvari Aalto. Þekktasta varan hans er Aalto vasinn sem hann frumsýndi á heimssýningunni í París árið 1936 og má segja að sé í dag eitt af táknum skandinavískar nútímahönnunar. Hver og einn vasi er munnblásinn í glerverksmiðju Iittala í Finnlandi og þarf 7 sérþjálfaða starfsmenn til verksins.

 

 

Fallegt viðarbretti úr Alvar Aalto línunni frá Iittala. Tilvalið sem framreiðslubretti einnig sem bakki undir kertastjaka eða aðra fallega muni. Viðarbrettið er úr eik og hægt að fá í tveimur stærðum.

 

 

Stærð: 210 x 257 cm

Efni: Eik

"Iittala Aalto Viðarbretti minna"
hefur verið sett í körfu